Nokia 206 - Almennar upplýsingar

background image

Almennar upplýsingar

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim

ekki fylgt getur það verið hættulegt eða

varðað við lög. Nánari upplýsingar er að finna

í notendahandbókinni.

SLÖKKT Á TÆKINU Á AFMÖRKUÐUM

SVÆÐUM

Slökkva skal á tækinu þar sem notkun farsíma

er bönnuð eða þar sem hún kann að valda

truflunum eða hættu, til dæmis um borð í

flugvélum, á sjúkrahúsum eða nærri

lækningatækjum, eldsneytisstöðvum, efna­

verksmiðjum eða svæðum þar sem verið er

að sprengja. Farðu eftir leiðbeiningum á

afmörkuðum svæðum.

UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR

Fara skal að öllum staðbundnum lögum.

Ætíð skal hafa hendur frjálsar til að stýra

ökutækinu við akstur. Umferðaröryggi skal

ganga fyrir í akstri.

TRUFLUN

Öll þráðlaus tæki geta verið næm fyrir

truflunum, sem getur haft áhrif á virkni

þeirra.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA

Aðeins viðurkennt starfsfólk má setja

upp eða gera við þessa vöru.

RAFHLÖÐUR, HLEÐSLUTÆKI OG

ANNAR AUKABÚNAÐUR

Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki og

annan aukabúnað sem Nokia hefur samþykkt

til nota með þessu tæki. Ekki má tengja

saman ósamhæf tæki.

HALDA SKAL TÆKINU ÞURRU

Tækið er ekki vatnshelt. Halda skal því

þurru.

VERNDAÐU HEYRN ÞÍNA

Til að koma í veg fyrir hugsanlegan

heyrnarskaða skal ekki hlusta á háum

hljóðstyrk í lengri tíma. Farðu með gát þegar

þú heldur tækinu nálægt eyranu þegar kveikt

er á hátalaranum.

Vöru- og öryggisupplýsingar

Leiðbeiningar fyrir tiltekna eiginleika

Myndir í þessum bæklingi kunna að líta

öðruvísi út en á skjá tækisins.

Til að slökkva á tilkynningum frá forritum til

að koma í veg fyrir gagnaflutningskostnað

velurðu Valmynd > Forrit > Forritin mín >

Tilkynningar > Valkostir > Stillingar.

1 Forðast skal snertingu við

loftnetssvæðið þegar loftnetið er í notkun.

Snerting við loftnet hefur áhrif á sendigæði

og kann að minnka líftíma rafhlöðu tækisins

þar sem orkuþörf tækisins eykst þegar það

er í notkun.

2 Aðeins skal nota samhæf minniskort

sem Nokia samþykkir til notkunar með þessu

tæki. Ósamhæf minniskort gætu skaðað

kortið og tækið og skemmt gögn sem vistuð

eru á kortinu.

Mikilvægt: Ekki fjarlægja minniskortið

þegar forrit er að nota það. Það kann að

44

background image

skemma minniskortið og tækið og spilla

gögnum sem vistuð eru á kortinu.

3 Mikilvægt: Þetta tæki er aðeins ætlað

til notkunar með venjulegu SIM-korti (sjá

mynd). Ef ósamhæf SIM-kort eru notuð gæti

það skaðað kortið eða tækið og gæti skemmt

gögn sem vistuð eru á kortinu. Fáðu

upplýsingar hjá símafyrirtækinu um notkun

SIM-korta með mini-UICC straumloka.

4 Ef rafhlaðan er alveg tæmd geta liðið

nokkrar mínútur þar til hleðsluvísirinn birtist

eða þar til hægt er að hringja.

5 Ósvöruð og svöruð símtöl eru aðeins

skráð ef símkerfið styður það, kveikt er á

símanum og hann er innan þjónustusvæðis

símkerfisins.

6 Við notkun þjónustu eða niðurhal efnis

getur þurft að hlaða niður miklu gagnamagni

og greiða fyrir gagnaflutning.

7 Hægt er að senda textaskilaboð sem eru

lengri en stafafjöldi í einum skilaboðum leyfir.

Lengri skilaboð eru send sem tvö eða fleiri

skilaboð. Þjónustuveitan tekur hugsanlega

gjald í samræmi við það.

Stafir sem nota kommur, önnur tákn eða

valkosti sumra tungumála taka meira pláss

og takmarka þann stafafjölda sem hægt er að

senda í einum skilaboðum.

8 Ef hluturinn sem settur er í

margmiðlunarskilaboð er of stór fyrir

símkerfið getur tækið minnkað hann

sjálfkrafa.

9 Aðeins samhæf tæki geta tekið á móti

og birt margmiðlunarskilaboð. Skilaboð geta

litið mismunandi út eftir tækjum.

10 Það kann að vera dýrara að senda

skilaboð með viðhengi en venjuleg

textaskilaboð. Símafyrirtækið gefur nánari

upplýsingar.

11 Notkun tækisins í falinni stillingu er

öruggari leið til að forðast hættulegan

hugbúnað. Ekki skal samþykkja beiðnir um

Bluetooth-tengingar frá aðilum sem ekki er

treyst. Þú getur líka slökkt á Bluetooth þegar

það er ekki í notkun.

12 Endurheimt stillinga hefur ekki áhrif á

skjöl eða skrár sem vistaðar eru í símanum.

13 Til að slá inn + táknið fyrir millilanda­

símtöl ýtirðu tvisvar sinnum á *.

14 Viðvörun: Þegar flugsniðið er virkt

er ekki hægt að hringja eða svara símtölum,

þar á meðal neyðarsímtölum, eða nota aðra

valkosti þar sem þörf er á tengingu við

símkerfi. Eigi að hringja skal ræsa annað snið.

45

background image

Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum

og virða staðbundnar venjur, einkalíf og

lögmæt réttindi annarra, þ.m.t.

höfundarrétt. Varnir vegna höfundarréttar

geta hindrað afritun, breytingu eða flutning

mynda, tónlistar og annars efnis.

Ekki skal tengja vörur sem senda frá sér merki

þar sem slíkt getur skemmt tækið. Ekki skal

stinga spennugjafa í samband við

hljóðtengið. Ef ytra tæki eða höfuðtól önnur

en þau sem Nokia samþykkir til notkunar með

þessu tæki eru tengd við hljóðtengið skal

gæta sérstaklega að hljóðstyrknum.

Ábendingar og tilboð

Til að tryggja að þú getir nýtt þér símann þinn

og þjónustu honum tengda til hins ýtrasta

færðu ókeypis, sérsniðin textaskilaboð frá

Nokia. Skilaboðin innihalda ábendingar, góð

ráð og stuðning.

Veldu Valmynd > Stillingar > Nokia-

áskrift > Ábend. & tilboð til að hætta að fá

þessi skilaboð.

Til að hægt sé að veita ofangreinda þjónustu

eru farsímanúmerið þitt, raðnúmer símans

og tiltekin auðkenni áskriftarinnar send til

Nokia þegar síminn er notaður í fyrsta skipti.

Sumar eða allar þessar upplýsingar kunna

einnig að vera sendar til Nokia þegar

hugbúnaður er uppfærður. Þessar

upplýsingar má nýta á þann hátt sem er

tilgreindur í stefnu um gagnaleynd sem finna

má á www.nokia.com.

Sérþjónusta og kostnaður

Tækið er samþykkt til notkunar á EGSM 900

og 1800 MHz símkerfi . Áskrift þarf hjá

þjónustuveitu.

Notkun tiltekinna aðgerða og niðurhal á efni

krefst nettengingar og greiða gæti þurft fyrir

gagnaflutning. Einnig gætirðu þurft að gerast

áskrifandi að tilteknum aðgerðum.

Meðferð tækisins

Fara skal gætilega með tækið, rafhlöðuna,

hleðslutækið og allan aukabúnað.

Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við að

halda tækinu gangandi.

Halda skal tækinu þurru. Úrkoma, raki og

hvers kyns vökvar geta innihaldið steinefni

sem tæra rafrásirnar. Ef tækið blotnar skal

fjarlægja rafhlöðuna og leyfa því að þorna.

Hvorki skal nota tækið á rykugum eða

óhreinum stöðum né geyma það þar.

Ekki skal geyma tækið á heitum stað.

Hátt hitastig getur valdið skemmdum á

tækinu eða rafhlöðunni.

Ekki skal geyma tækið á köldum stað.

Þegar tækið hitnar upp að eðlilegu hitastigi

getur raki myndast innan í því og skemmt

það.

Ekki opna tækið öðruvísi en tilgreint er í

handbókinni.

Óleyfilegar breytingar geta skemmt

tækið og kunna að brjóta í bága við ákvæði

laga um senditæki.

Tækinu skal ekki henda, ekki skal banka

í það eða hrista það. Það getur skemmst við

ógætilega meðferð.

Aðeins skal nota mjúkan, hreinan og

þurran klút til að hreinsa yfirborð tækisins.

46

background image

Ekki skal mála tækið. Málning getur

hindrað eðlilega virkni.

Af og til skal slökkva skal á tækinu og

fjarlægja rafhlöðuna til að það virki sem best.

Haltu tækinu frá seglum eða

segulsviðum.

Til að varðveita mikilvægar upplýsingar

skaltu vista þær á a.m.k. tveimur stöðum, s.s.

í tækinu þínu, á minniskorti eða í tölvu, eða

skrifa niður mikilvægar upplýsingar.

Endurvinnsla

Skilaðu alltaf notuðum raftækjum,

rafhlöðum og umbúðum á viðeigandi sorp-

og endurvinnslustöð. Þannig geturðu dregið

úr óflokkaðri sorplosun og stuðlað að

endurvinnslu. Kynntu þér hvernig hægt er að

endurvinna Nokia-vörur á www.nokia.com/

recycling.

Frekari upplýsingar um endurvinnslu er að

finna í vídeóinu „Mobile Phone Recycling

Explained in 2 Minutes“ (endurvinnsla

farsíma útskýrð á 2 mínútum) á http://

www.youtube.com/watch?v=jD5yLicr6Js

Merki sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu

Merkið sem sýnir yfirstrikaða ruslafötu og er

á vörunni, rafhlöðunni, bæklingnum eða

umbúðunum táknar að fara verður með allan

rafbúnað, rafeindabúnað og rafhlöður á

sérstaka staði til förgunar að líftíma vörunnar

liðnum. Þessi krafa á við innan Evrópu­

sambandsins og Tyrklands. Hendið þessum

vörum ekki með heimilisúrgangi. Nánari

upplýsingar um umhverfismál er að finna í

Eco-lýsingu vörunnar á www.nokia.com/

ecoprofile.

Um stafræn réttindi

Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum

og virða staðbundnar venjur, einkalíf og

lögmæt réttindi annarra, þ.m.t.

höfundarrétt. Varnir vegna höfundarréttar

geta hindrað afritun, breytingu eða flutning

mynda, tónlistar og annars efnis.

Efni sem er varið með stafrænum réttindum

(DRM) fylgir leyfi sem tilgreinir hvernig hægt

er að nota efnið.

Með þessu tæki er hægt að opna efni sem

varið er meðOMA DRM 2.0. Ef tiltekinn

stafrænn hugbúnaður nær ekki að verja efni

geta efniseigendur beðið um að hæfni slíks

hugbúnaðar til að opna nýtt efni sem er varið

með stafrænni réttindatækni sé afturkölluð.

Með afturköllun er einnig hægt að hindra

endurnýjun á þannig vernduðu efni sem

þegar er í tækinu. Afturköllun slíks

hugbúnaðar hefur ekki áhrif á notkun efnis

sem er varið með öðrum gerðum stafrænna

réttinda eða notkun efnis sem ekki er varið

með stafrænum réttindum.

Rafhlöður og hleðslutæki

Um rafhlöðu og hleðslutæki

Tækið er eingöngu ætlað til notkunar með

upphaflegriBL-4U hleðslurafhlöðu.

Hugsanlega verður hægt að fá aðrar gerðir

rafhlaðna frá Nokia fyrir þetta tæki.

47

background image

Tækið er hlaðið með: AC-11 hleðslutæki.

Hægt er að hlaða og afhlaða rafhlöðu nokkur

hundruð sinnum en að því kemur að hún

gengur úr sér. Þegar tal- og biðtími er orðinn

mun styttri en eðlilegt er skal skipta um

rafhlöðu.

Öryggisatriði

Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja

hleðslutækið áður en rafhlaðan er fjarlægð.

Þegar hleðslutæki eða aukabúnaður er tekinn

úr sambandi skal taka í klóna, ekki snúruna.

Taka skal hleðslutækið úr sambandi þegar

það er ekki í notkun. Ekki má hafa fullhlaðna

rafhlöðu í sambandi við hleðslutæki þar sem

ofhleðsla getur stytt líftíma hennar.

Fullhlaðin rafhlaða tapar hleðslunni smátt og

smátt ef hún er ekki í notkun.

Rafhlaðan skal alltaf höfð í hita á bilinu frá

15°C að 25°C (frá 59°F að 77°F). Of mikill hiti

eða kuldi draga úr endingu og líftíma

rafhlöðu. Tæki með heitri eða kaldri rafhlöðu

kann að hætta að starfa tímabundið.

Skammhlaup getur orðið fyrir slysni þegar

málmhlutur kemst í snertingu við

málmrendurnar á rafhlöðunni. Þetta getur

valdið skemmdum á rafhlöðunni eða hinum

hlutnum.

Ekki má fleygja rafhlöðum í eld þar sem þær

geta sprungið. Farið eftir lögum á staðnum.

Skila skal þeim í endurvinnslu þegar

mögulegt er. Ekki skal fleygja þeim með

heimilisúrgangi.

Ekki skal taka sundur, skera, merja, beygja,

gata eða skemma rafhlöðuna með nokkrum

öðrum hætti. Ef rafhlaða lekur má vökvinn

ekki komast í snertingu við húð eða augu.

Gerist það skal þegar í stað hreinsa svæði

sem komast í snertingu við rafhlöðuna með

vatni eða leita læknisaðstoðar. Ekki skal

breyta rafhlöðunni, reyna að setja

aðskotahluti í rafhlöðuna, dýfa rafhlöðunni í

vatn eða aðra vökva eða bleyta hana.

Rafhlöður geta sprungið ef þær skemmast.

Aðeins skal nota rafhlöðuna og hleðslutækið

til þess sem þau eru ætluð. Röng notkun eða

notkun ósamþykktra eða ósamhæfra

rafhlaðna eða hleðslutækja getur valdið

eldhættu eða sprengingu eða haft aðra

áhættu í för með sér og öll ábyrgð og

samþykktir kunna þá að falla niður. Ef þú telur

að rafhlaðan eða hleðslutækið hafi skemmst

skaltu fara með það til þjónustuvers áður en

þú heldur áfram að nota það. Aldrei skal nota

skemmda rafhlöðu eða hleðslutæki.

Hleðslutækið skal aðeins nota innandyra.

Viðbótaröryggisupplýsingar

Hringt í neyðarnúmer

1. Gæta skal þess að kveikt sé á tækinu.

2. Athugaðu hvort nægilegur sendistyrkur

er fyrir hendi. Einnig kann að vera

nauðsynlegt að gera eftirfarandi:

Settu SIM-kort í tækið.

Slökktu á símtalatakmörkunum sem eru

virkar í tækinu, svo sem útilokun, föstu

númeravali og lokuðum notendahópi.

Gætið þess að flugsniðið sé ekki virkt.

3. Ýttu endurtekið á hætta-takkann þar til

heimaskjárinn birtist.

48

background image

4. Sláðu inn opinbera neyðarnúmerið fyrir

viðkomandi svæði. Númer neyðarhringinga

eru breytileg eftir stöðum.

5. Styddu á hringitakkann.

6. Gefðu nauðsynlegar upplýsingar með

eins nákvæmum hætti og hægt er. Ekki má

slíta símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.

Mikilvægt: Kveikja skal bæði á hringingum

um farsímakerfið og internetið, ef tækið

styður símtöl um internetið. Tækið reynir

bæði að koma á neyðarsímtölum í

farsímakerfinu og um þjónustuveitu

netsímtala. Ekki er hægt að tryggja tengingar

við hvaða skilyrði sem er. Aldrei skal treysta

eingöngu á þráðlaust tæki ef um er að ræða

bráðnauðsynleg samskipti, t.d. í

bráðatilvikum.

Lítil börn

Tækið og aukabúnaður þess eru ekki

leikföng. Í þeim geta verið litlir hlutir. Þá skal

geyma þar sem lítil börn ná ekki til.

Lækningatæki

Notkun búnaðar sem sendir frá sér

útvarpsbylgjur, þar með talin notkun

þráðlausra síma, kann að trufla virkni

lækningatækja sem ekki eru nægilega vel

varin. Hafið samband við lækni eða

framleiðanda lækningatækisins til að fá

upplýsingar um hvort það er nægilega varið

fyrir útvarpsbylgjum.

Ígrædd lækningatæki

Til þess að forðast hugsanlegar truflanir

mæla framleiðendur ígræddra

lækningatækja með því að 15,3 sentimetra (6

tommu) lágmarksbil sé haft á milli þráðlauss

tækis og lækningatækisins. Einstaklingar

með slíkan búnað ættu:

Alltaf að halda tækinu í meira en 15,3

sentímetra (6 tommu) fjarlægð frá

lækningatækinu.

Ekki að bera tækið í brjóstvasa.

Halda þráðlausa tækinu að eyranu sem

er fjær lækningatækinu.

Slökktu á þráðlausa tækinu ef einhver

grunur er á truflunum.

Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda

lækningatækisins.

Ef þú hefur spurningar um notkun þráðlausa

tækisins með ígræddum lækningabúnaði

skaltu hafa samband við heilbrigðisstarfs­

fólk.

Heyrn

Viðvörun: Þegar höfuðtólið er notað getur

það skert heyrn á umhverfishljóðum. Ekki

skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur

stafað af.

Tiltekin þráðlaus tæki geta truflað sum

heyrnartæki.

Nikkel

Yfirborð þessa tækis inniheldur ekki nikkel.

Vernda skal tækið gegn skaðlegu efni

Vírusar og annað skaðlegt efni hafa áhrif á

tækið. Gera skal eftirfarandi varúðarráðstaf­

anir:

Fara skal með gát þegar skilaboð eru

opnuð. Þau geta innihaldið skaðlegan

49

background image

hugbúnað eða skaðað tækið eða tölvuna á

einhvern annan hátt.

Fara skal með gát þegar tengibeiðnir eru

samþykktar, vafrað er á netinu eða efni er

hlaðið niður. Ekki skal samþykkja Bluetooth-

tengingar frá aðilum sem ekki er treyst.

Aðeins skal setja upp og nota þjónustu

og hugbúnað frá aðilum sem er treyst og sem

veita nægilegt öryggi og vörn.

Setja skal upp vírusvarnarhugbúnað og

annan öryggishugbúnað í tækinu og tölvum

sem tengjast við það. Notaðu einungis eitt

vírusvarnarforrit í einu. Ef fleiri eru notuð

getur það haft áhrif á afkastagetu og virkni

tækisins og/eða tölvunnar.

Ef opnuð eru foruppsett bókamerki eða

tenglar að netsíðum þriðju aðila skal gera

viðeigandi varúðarráðstafanir. Nokia leggur

hvorki stuðning sinn við né tekur ábyrgð á

slíkum síðum.

Vinnuumhverfi

Þetta tæki uppfyllir skilyrði um leyfileg mörk

útvarpsbylgna við notkun í hefðbundinni

stöðu við eyrað eða þegar það er haft að

minnsta kosti 1,5 sentímetra (5/8 úr tommu)

frá líkamanum. Ef taska, beltisklemma eða

hald er notað þegar tækið er borið á

líkamanum við notkun ætti slíkur búnaður

ekki að innihalda málm og halda ætti tækinu

að minnsta kosti í þeirri fjarlægð frá

líkamanum sem nefnd var hér á undan.

Sending gagnaskráa eða skilaboða krefst

góðrar nettengingar og kann að tefjast ef slík

tenging er ekki til staðar. Fylgið

ofangreindum fjarlægðarfyrirmælum þar til

sendingu er lokið.

Ökutæki

Útvarpsbylgjur geta haft áhrif á

rafeindabúnað sem er rangt komið fyrir eða

ekki nægilega varinn í ökutækjum. Frekari

upplýsingar er að finna hjá framleiðanda

ökutækisins eða búnaðar þess.

Aðeins á að fela fagmönnum að setja tækið

upp í ökutæki. Röng uppsetning kann að

valda hættu og ógilda ábyrgðina. Ganga skal

reglulega úr skugga um að allur þráðlaus

tækjabúnaður í ökutækinu sé rétt uppsettur

og vinni rétt. Ekki má geyma eða flytja eldfim

eða sprengifim efni í sama rými og tækið,

hluta úr því eða aukabúnað með því. Ekki

koma tækinu eða fylgihlutum fyrir á

loftpúðasvæðinu.

Sprengifimt umhverfi

Slökkva skal á tækinu á svæðum þar sem

kann að vera sprengihætta, svo sem við elds­

neytisdælur. Neistaflug getur valdið

sprengingu eða eldi og haft í för með sér slys

og jafnvel dauðsföll. Hafa skal í huga

takmarkanir á svæðum þar sem eldsneyti er

geymt, efnaverksmiðjum og þar sem verið er

að sprengja. Svæði þar sem kann að vera

sprengihætta eru ekki alltaf auðkennd.

Yfirleitt eru það svæði þar sem ráðlegt er að

slökkt sé á vél bifreiðar, í farrýmum skipa, í

efnageymslum eða við efnaflutninga og þar

sem efni eða agnir gætu verið í lofti. Hafðu

samband við framleiðendur ökutækja sem

nýta fljótandi svartolíugas (própan eða

bútan) til að komast að því hvort nota megi

tækið í grennd við þau.

50

background image

Upplýsingar um vottun (SAR)

Þetta farsímatæki uppfyllir viðmiðunar­

reglur um áhrif af útvarpsbylgjum.

Þráðlausa tækið er útvarpssendir og

móttökutæki. Það er hannað með tilliti til

leyfilegra marka um áhrif af útvarpsbylgjum

sem alþjóðlegar viðmiðunarreglur mæla

með. Þessar viðmiðunarreglur voru þróaðar

af óháðu vísindastofnuninni ICNIRP og

innihalda öryggismörk sem ætlað er að

tryggja öryggi allra, óháð aldri og heilsufari.

Í viðmiðunarreglum um útvarpsbylgjur

þráðlausra tækja er notuð mælieiningin SAR

(Specific Absorption Rate). Efri mörk SAR,

samkvæmt viðmiðunarreglum ICNIRP, eru

2,0 vött/kílógramm (W/kg) að meðaltali á

hver 10 grömm af líkamsvef. Mælingar á SAR

eru gerðar í hefðbundnum notkunarstöðum

þegar tækið sendir af mesta leyfða styrk á

öllum mældum tíðnisviðum. Raunverulegur

SAR-styrkur tækis í notkun getur verið lægri

en hámarksgildið, þar sem tækið er hannað

til að nota aðeins þann styrk sem þarf til að

ná sambandi við símkerfið. Fjöldi þátta hafa

áhrif á styrkinn, t.d. hversu langt notandinn

er frá grunnstöð.

Samkvæmt viðmiðunarreglum ICNIRP er

hæsta SAR-gildi fyrir notkun tækisins við eyra

0,93 W/kg .

Notkun aukahluta og aukabúnaðar getur

valdið því að SAR-gildið sé annað. SAR-gildi

kunna að vera breytileg milli landa sökum

mismunandi upplýsingaskyldu, krafna og

tíðnisviðs. Viðbótarupplýsingar um SAR má

finna í upplýsingum um vörur á

www.nokia.com.

YFIRLÝSING UM SAMKVÆMNI

Hér með lýsir NOKIA CORPORATION því yfir

að varan RM-873 sé í samræmi við

grunnkröfur og önnur viðeigandi fyrirmæli

tilskipunar 1999/5/EB. Eintak af yfirlýsingu

um samkvæmni er að finna á http://

www.nokia.com/global/declaration/

declaration-of-conformity .

© 2012 Nokia. Öll réttindi áskilin.

Nokia og Nokia Connecting People eru

vörumerki eða skrásett vörumerki Nokia

Corporation. Nokia tune er tónmerki Nokia

Corporation. Önnur vöruheiti eða heiti

fyrirtækja sem nefnd eru hér geta verið

vörumerki eða vöruheiti viðkomandi eigenda.

Hvers konar afritun, yfirfærsla, dreifing eða

varðveisla á hluta skjals þessa eða skjalinu

öllu er óheimil nema að fyrirfram fengnu

skriflegu samþykki Nokia. Nokia framfylgir

stefnu sem felur í sér stöðuga þróun. Nokia

áskilur sér rétt til að gera breytingar og

úrbætur á hvers konar vöru sem getið er í

þessu skjali án undangenginnar tilkynningar.

Includes RSA BSAFE cryptographic or

security protocol software from RSA

Security.

51

background image

Oracle and Java are registered

trademarks of Oracle and/or its affiliates.

The Bluetooth word mark and logos are

owned by the Bluetooth SIG, Inc. and any use

of such marks by Nokia is under license.

Þessi vara hefur leyfið MPEG-4 Visual Patent

Portfolio License (i) til einkanotkunar og án

viðskiptatilgangs í tengslum við upplýsingar

sem hafa verið kóðaðar samkvæmt

staðlinum MPEG-4 Visual Standard af

neytanda í persónulegum tilgangi og án

viðskiptatilgangs og (ii) til notkunar í

tengslum við MPEG-4 hreyfimynd sem fengin

er hjá hreyfimyndaveitu með leyfi. Ekkert

leyfi er veitt eða undirskilið til neinnar

annarrar notkunar. Viðbótarupplýsingar,

sem varða til dæmis notkun í auglýsingum,

innan fyrirtækis og í viðskiptum, má fá hjá

MPEG LA, LLC. Sjá http://www.mpegla.com.

Að því marki sem viðeigandi lög leyfa ber

Nokia eða einhverjir af leyfisveitendum þess,

undir engum kringumstæðum, ábyrgð á tapi

gagna eða tekjutapi og ekki á beinu eða

óbeinu tjóni, þar á meðal útlögðum kostnaði,

tekjutapi eða missi ágóða, af hvaða orsökum

sem tjón kann að vera.

Inntak þessa skjals er afhent „eins og það

kemur fyrir“. Umfram það, er lög áskilja, er

engin ábyrgð veitt, hvorki berum orðum né

undirskilin, á nákvæmni, áreiðanleika eða

inntaki þessa skjals. Á það meðal annars, en

ekki eingöngu, við um söluhæfni eða ábyrgð

á að varan henti tiltekinni notkun. Nokia

áskilur sér rétt til að endurskoða skjalið eða

draga það til baka hvenær sem er án

undangenginnar tilkynningar.

Framboð á vörum, eiginleikum, forritum og

þjónustu getur verið breytilegt eftir svæðum.

Söluaðili Nokia eða þjónustuveitan gefa

nánari upplýsingar. Tæki þetta kann að

innihalda vörur, tækni eða hugbúnað sem

lýtur útflutningslögum og reglugerðum í

Bandaríkjunum og öðrum löndum. Breytingar

á flutningsleiðum sem ekki samræmast

lögum eru óheimilar.

Nokia veitir hvorki ábyrgð á forritum frá

þriðja aðila sem fylgja með tækinu né

ábyrgist virkni slíkra forrita, efni þeirra eða

stuðning við notendur. Með notkun forrits

samþykkir þú að forritið sé afhent eins og

það kemur fyrir. Nokia er ekki í fyrirsvari og

ber ekki ábyrgð á forritum frá þriðja aðila sem

fylgja með tækinu né ábyrgist virkni slíkra

forrita, efni eða stuðning við notendur.

Framboð á Nokia-þjónustu getur verið

mismunandi eftir svæðum.

Sumar aðgerðir og valkostir velta á SIM-

kortinu og/eða símkerfinu, MMS, eða

samhæfni tækja og því um hvaða efni er að

ræða. Fyrir notkun sumrar þjónustu er tekið

viðbótargjald.

52